Smá mataræðis type beat. Langar aðeins að skrifa um “hollan mat”.
Hvað hugsaðiru þegar að þú last “hollan mat” áðan? Epli? Sellerídjús? Kjúklingabringa? Bernaise? … Alveg örugglega ekki bernaise.
En af hverju ekki? Hvað er það við Bernaise sósu sem að gerir hana “ekki holla?”.
Mettaða fitan? Eru þá egg óholl?
Margar kcaloriur? Er þá lýsi óhollt?
hmmm…
Málið er nefnilega að okkur langar SVO MIKIÐ að geta flokkað allt saman! Hvort er þetta hraður eða hægur hlaupari? Er þetta góður eða lélegur bíll? Er þetta stór eða lítill banani? … Stórir bananar eru með lélegan persónuleika hvort sem er, ekki spá í þeim. En hvað err að vera hraður hlaupari? Að hlaupa sub 2 hálf maraþon? Sub 2 min 400m? Hvað er “góður bíll”? Þessi fer frá 0 í hundrað á 7 sek og er með geggjað hátalarakerfi, en þessi þarna er rúmgóður, þæginlegur að keyra og eyðir engu bensíni þar sem að hann er rafmagns .. hvort er betri?
Málið er nefnilega að við þurfum að hafa eitthvað viðmið, ef að hlauparinn hleypur 400m á 120 sek að þá er hann hraður ef hægar að þá ekki. BÆNG og nú getum við flokkað. En hvernig gerum við þetta með mat? Er maturinn hollur þegar að hann er lár í kcalorium miðað við plássið sem að hann tekur? OK! Þá er pepsi max hollara en spínat! Hmm.. nei það hljómar ehv. wierd – Ok, þeim mun meiri vítamín þeim mun hollari! ALL RIGHT! Fjölvítamín er hollara en lax! … Nei ok ÓUNNIN MATUR ER HOLLASTUR .. DÍLL! Óunnið hunang er hollara en tofu, gefðu mér eina skál af því takk! …. veistu þetta make-ar bara engan sense.
Þetta bara virkar ekki, eins mikið og manni langar að geta bara flokkað “hollt” og “óhollt” að þá er það bara ekki hægt .. er vatn hollt? Prófaðu að þamba 20L af því, lækka natríum magn í líkamanum þangað til að þú færð krampa, þjáist af máttleysi og deyrð svo! 😛
https://www.visindavefur.is/svar.php?id=3338
MIÐAÐ VIÐ HVAÐ, FYRIR HVERN MEÐ HVAÐA MARKMIÐ?
Til þess að geta spurt okkur “er þetta hollt?” eða með öðrum orðum “er þetta gott fyrir mig?” að þá verðuru að spyrja þig að þessu þrennu:
- Hver eru markmiðin mín?
- Er þetta gott fyrir mig miðað við hvað?
Ok .. þú ert 174cm og 98kg og langar til þess að léttast, í góðu lagi með það. Þú ert með markmiðið að léttast. Þú tókst fjölvítamín í morgun, ást mat úr öllum fæðuflokkum og ert búinn að borða eins margar kcal og þú planaðir. Þú labbar upp í eldhús rétt áður en að þú ferð að sofa og VÓ, hvað tekur á móti þér; kærastan þín setti upp THE ULTIMATE TEST og á borðinu eru tveir hlutir .. sykurlaus appelsín og ofursjeik með sellerídjús, spírúlínu, hnetusmjöri, banana, krækiberjum, smá pink himalayan salti og túrmerik.
Þú tekur upp sykurlausu appelsín dósina og horfi á hana … þú horfir á sjeikinn .. aftur á dósina .. er þessi sykurlausa appelsín … holl?
Þú fellur niður á annað hnéð og öskrar í loftið.
Smá grín
En hérna er þetta frekar easy case, þessir ofur boost er klárlega STACKED af ehv. vítamínum, steinefnum og trefjum en hann er líka með full af kcalorium og þú ert að reyna að skera þig niður, ert búin að innbyrgða það sem að þú ætlaðir í dag og er varla svöng. EASY – Þú velur sykurlausu appelsín dósina, klæðir þig í lumberjack föt og ferð út að höggva tré fyrir svefninn .. i dnt know.
Anyways, þú fattar líklegast punktinn minn þarna? Sumir myndu segja “sJeIkiNn eR hOlLaRi” en það bara make-ar engan sense fyrir þig að drekka þennan sjeik þarna svo í þessu tilfelli var hann verri kosturinn eða jafnvel ÓHOLLARI fyrir þig.
Svo erum við með annað case, þú ert ekki búinn að borða neitt í dag og það er kominn hádegismatur, á hlaðborðinu í Landsbankanum (þar sem að þú vinnur sem CEO) eru tvær máltíðir í boði. 500kcal af grænmeti og kalkúnahakki EÐA 500kcal af núðlum. Hérna getum við aðeins leikið okkur, ok það er klárlega meirar prótein í kalkúnahakkinu og grænmetinu og alveg pottþétt meira af vítamínum og trefjum .. svo eina ástæðan af hverju ég myndi velja 500kcal af núðlum er að ég vil verða sem svangastur sem fyrst eða vill bara hlaða mig upp af kolvetnum fyrir einhverja geðveikis æfingu. Í flestum tilfellum fyrir flesta í heiminum er fyrri valkosturinn að koma þér nær markmiðunum þínum, þú verður saddari, færð meira af vítamínum, trefjum og próteini. Me love it.
Seinasta dæmi: Þú ert á leiðinni í bíó. Þú ert að passa upp á línurnar og vilt helst ekki fitna eða þá borða of margar kcaloriur og ætlar að fá þér ehv. snarl á myndinni en veist ekki alveg hvað. Það er tvennt í boði: 350kcal poki af poppi með 11g af trefjum EÐA 280kcal lítill ben and jerrys með 0g af trefjum. ÚFF – Nú er þetta spurning, ok það er meira af trefjum í poppinu en fleiri kcal en svo eru engir trefjar í ben and jerrys ísnum. Ef að þú borðar BARA þetta snarl að þá er ben and jerrys ísinn betri kostur EN! OG STÓRT EN! PERSÓNULEGA að þá myndi ÉG velja poppið ÞVÍ ÉG VEIT að ég vil ekki einn lítinn ben and jerrrys. Ég vil einn lítinn ben and jerrys ís … og einn í vibót .. og ok smá að borða áður en ég fer að sofa .. Poppið myndi gera mig töluvert meira saddan og ég ætti auðveldar með að stjórna mér eftir snarlið ef ég valdi það .. og fyrir auka 70kcal að þá er það vel worth it skv. mínu mati.
Vona að þessi pistill hjálpi!

Böðvar Tandri Reynisson, íþrótta- og gæðastjóri Mjölnir MMA
Með BS gráðu í rekstrarverkfræði úr Háskólanum í Reykjavík
European Register of Exercise Professionals (EREPS) LEVEL 4 personal trainer
CrossFit level 1 trainer
CrossFit level 2 trainer
Strength system level 1 trainer eftir Sebastian Oreb
Strength system level 2 trainer eftir Sebastian Oreb
Steve Maxwell level 1 kettlebell instructor
Steve Maxwell level 2 kettlebell instructor
StrongFirst level 1 kettlebell instructor
Recent Comments