Fólk byrjar að hreyfa sig, hættir, byrjar aftur, kemst á smá roll, hættir .. byrjar einu sinni aftur .. hættir.
Af hverju er þetta svona? Af hverju helduru ekki áfram? Maður er fullur af ástríðu til þess að ætla að go-a super hart í ræktinni en þú nærð einhvern vegin aldrei að gera þetta til lengri tíma. Kannast þér eitthvað við þetta?
Þetta er miklu algengara en þú heldur og það er góð og gild ástæða fyrir þessu; Þér finnst þetta ekki gaman.
Júúú jú, mér finnst þetta alveg gaman .. eða þst .. ef ég er með góðan vin .. að þá hérna .. eða þst þegar ég kemst á gott roll að hérna .. að þá ..
ÞÉR FINNST ÞETTA EKKI NÓGU SKEMMTILEGT TIL ÞESS AÐ HALDA ÁFRAM
En það er ekki þér að kenna, þú bara veist líklegast ekki betur en að þetta eigi að vera leiðinilegt. Þú heldur að þetta þurfi að vera ömurleg upplifun til þess að þú náir þeim árangri sem að þú ert að eltast við, en það er bara ekki þannig. Þú þarft ekki að gera þetta svona. Við erum svo heppin að lifa á þannig tímum að við getum haldið uppi svo góðu hreysti á svo skemmtilegan og fjölbreyttan hátt. Ég ætla að skrifa nokkrar ástæður fyrir því af hverju þú nærð ekki að halda þessu út til lengri tíma og lausnir við þessum göllum.
#1: Þú gerir of mikið
Þú ert einfaldlega on that grind mindset og lets go – bumban er orðin allt of stór og þú getur ekki reimað skónna án þess að verða rauður í framan. Hvað gerum við? Þú ákveður að fara í gym-ið. BÆNG – Vel gert. Ok, við erum mætt. Hvað eigum við að gera? Heyrðu, chest og triceps og cardio. Þú gjörsamlega kálar þér í bekkpressunni, tekur tricep extensions þangað til að það heyrist í þér “af hverju hataru mig pabbi?” og tár fara að leka af kinninni á þér og svo hleypuru á brettinu eins og að þú sért að flýja ísbjörn sem hefur ekki borðað í 30 daga. VEL FOKKING GERT – ÞETTA VAR ÞRUSU GÓÐ ÆFING – U KILLED IT. Þú ert að drepast í chestinu og þú rétt svo náðir að klára 4km á brettinu. Fast forward næsti dagur … oh my god .. þú getur ekki ýtt þér af rúminu, bringan … þríhöfðarnir. Þú reynir að setjast á klósettið og dettur aftur fyrir þig því þú ert með svo miklar harðsperrur eftir hlaupið. “Oh my god, ég fer ekki í gym-ið í dag, ég er að drepast” . Skiljanlega ákveður þú að taka hvíldardag “en ég skal sko fara á morgun”. Eftir að hafa labbað um í heilan dag eins og að þú hafi kúkað á þig að þá er komið kvöld og þú getur loksins farið að sofa eftir einn Love Island þátt. Þú vaknar daginn eftir … OHH .. MY .. GOD .. ÞÚ ERT VERRI EN Í GÆR. Hvernig getur þetta verið, dagur númer tvö af óbærilegum harðsperrum. “ok, ég fer á morgun” hugsaru með þér og svona rúllar boltinn í tvo daga í viðbót. Á þessum fjórum dögum fórstu 1x í ræktina, varðst vanhæfur í 3 daga og ýttir undir þá pælingu að skella sér í ræktina sé eitthvað algjört horror show, this is not the way my guy.
Mættu frekar 3x í viku og sóttu 3 gull mola per session heldur en að mæta 1x og sækja 5 mola, þá endaru með 9 mola frekar en 5 og ert búinn að gera það meira að rútínu að mæta í ræktina!
En hvernig?
LESS IS MORE
Mættu, taktu full body æfingu og labbaðu út feeling “ég hefði getað gert aðeins meira”. Þú vilt helst vakna daginn eftir og vera með “ahh” harðsperrur. Svona harðsperrur sem að þig langar aðeins að teygja á og þú átt ekki erfitt með að setjast á klósettið. “Heyrðu ég skelli mér aftur á morgun” .. og viti menn .. þú actually mættir daginn eftir því þeir leið ekki eins og að þú hafir hoppað fyrir lest!
#2: Þú gerir of mikið
God fucking damn it, sami punkturinn? mhyes .. Þú ert motivated til þess að ná þessum kg af þér og þú veist að þú þarft að taka mataræðið í gegn. Þú google-ar “healthy breakfast for sexy people” … og svo eftir 20 min af google og bodybuilding.com ertu komin með matarplan … CHICKEN, BROCCOLI AND RICE NÆSTU DAGA!!
LESS IS MORE
Ég skal veðja við þig, að eftir 1-4 vikur af þessu hryllings drasl mataræði munt þú hata líf þitt og rebound-a harkalega .. ég skal meira að segja veðja við þig að þú munt vera kominn á verri stað en þú varst upprunarlega því þú munt rebound-a svo harkalega eftir þennan hrylling. Þú verður líka komin með þá hugmynd um að “það að borða hollt” sé bara einhver hræðileg hryllings saga og þér á bara að líða ömurlega á meðan að þú gerir það. Hvað ef að ég myndi segja þér að ef að þú hættir að drekka þessa einu coke á dag og færð þér coke zero í staðin (140kcal) að þá ertu í 51.100 kcal deficit yfir árið. Það eru 6.7kg af fitu.
6.7KG AF FITU
Við þessa litlu litlu breytingu sem að þú fannst varla fyrir. Gerðu breytingar sem að þú getur haldið út Í 30 ÁR en ekki 30 daga.
#3: Þú vilt vera á besta planinu
Don’t get me wrong, ég held að ég og svo margir aðrir geri þetta en bara gerum þetta óvart. Við ætlum að passa að hafa hlutina þannig að þetta sé “besta planið” og gefi okkur “eins mikinn árangur og hægt er”. En hear me out, hvort er betra að vera á æfingaplani sem að ágætlega gott fyrir þig eða vera ekki á plani sem er perfect .. smá tricky hvernig ég orðaði þetta. Palli er á æfingaplani sem er ágætlega vísindalegt og make-ar ágætan sense en það er alls ekki besta plan allra tíma. Palla finnst það svo skemmtilegt að hann fylgir því alveg sama hvað því að honum finnst svo gaman á æfingu.
Stjáni keypti hins vegar æfingaplan af Müller Schmidt Heisenschnitzel, hann er með doktors gráðu í styrktarþjálfun og þetta er besta plan sem til er. Stjáni hatar því miður að gera þessar æfingar og mætir aldrei. Palli er í betra formi en Stjáni. Skilurðu hvað ég á við? Ef að þér finnst miklu skemmtilegra að hlaupa heldur en að labba í halla sem cardio og þú ert að reyna að byggja upp vöðva á löppunum. DO IT! Það er ekki besta cardio-ið með öllum hnébeygjunum en það er klárlega betra cardio en að gera ekki neitt.
#4: Þú heldur að allir séu að spá í þér
Heyrðu þetta er reyndar alveg rétt hjá þér. Það eru allir að spá í þér, þú ert það merkileg manneskja að af öllum hinum 80 í gym-inu þú ert þú áhugaverðastur, hvað ætli þú gerir næst? Hvernig form ertu með í lat pull down? Eru þetta Under Armour stuttbuxur?
You get my point, það er enginn að spá í þér EN ef að þér finnst mjög óþægilegt að fara ein/n að þá eru nokkrir hlutir sem að hjálpa! Skipulegðu hvað þú ætlar að gera ÁÐUR en að þú ferð í gym-ið. Skrifaðu það í notes, á blað eða bara hugsaðu vel og vandlega hvað þú ætlar að gera og hvernig þú ætlar að díla við það ef að tækið er ekki laust.
Farðu með æfingafélaga, þetta er strax skemmtilegara party með æfingafélaga og þú upplifir meira eins og að það sé einhver með þér í þessu! Svo er þetta líka risa þáttur þegar að það kemur að því að hafa gaman í ræktinni. BANNAÐ AÐ GRÍNAST ÞEGAR AÐ MAÐUR ER AÐ SQUATTA SAMT!
Fáðu þér faglegan þjálfara (ground coach/þjálfari sem er á staðnum) sem leiðir þig í gegnum æfinguna. Þá er alltaf einhver annar sem ber ábyrgrð á því að þú hafir eitthvað að gera OG að þú sért að hreyfa þig rétt. Svo ef þú ert að gera eitthvað vitlaust að þá er það útaf þessum bjána sem þú borgaðir fyrir að græja þetta fyrir þig!
Fokking hafðu húmor fyrir þér, þú ert að fara að sökka fyrst. og hvað? Enjoy the noobie gains og hafðu smá húmor fyrir þér til að byrja með! Í versta falli ertu í bullinu og svo með tímanum verðuru betri!
#5: Þú hlustar ekki á Sterakastið
Shameless plug en cmon, ég, Bensi og Dóri með hlaðvarp saman. Við erum 100% top 10 bestu þjálfarar íslands og við erum alltaf að spjalla um ehv. gym tengt. Þú munt love it, sorry með þetta shameless plug en ég vildi bara miklu meira hafa “5 ástæður” frekar en 4. For the clicks ya feel me.
https://www.mbl.is/hladvarp/hlusta/sterakastid/

Böðvar Tandri Reynisson, íþrótta- og gæðastjóri Mjölnir MMA
Með BS gráðu í rekstrarverkfræði úr Háskólanum í Reykjavík
European Register of Exercise Professionals (EREPS) LEVEL 4 personal trainer
CrossFit level 1 trainer
CrossFit level 2 trainer
Strength system level 1 trainer eftir Sebastian Oreb
Strength system level 2 trainer eftir Sebastian Oreb
Steve Maxwell level 1 kettlebell instructor
Steve Maxwell level 2 kettlebell instructor
StrongFirst level 1 kettlebell instructor
Recent Comments