Nýtt ár, new me!
Ég held að flestir sem að lesa þetta halda að ég sé að skrifa þennan texta því “ég er alveg með þetta og ég ætla að sýna þér hvað þú þarft að gera”. En ef að það væri raunin væri ég töluvert vinsælli þjálfari en ég er!
Að setja sér markmið og ná þeim er súper flókið dæmi, alla vega svona að mínu mati.
En ég er alla vega með einhverja reynslu af því að setja sér markmið og mér finnst ég alltaf hafa verið betri og betri í þeim og mér langar að gefa nokkra praktíska hluti frá mér sem að hafa hjálpað mér og fólki sem að ég hef þjálfað.
Þú hefur mögulega heyrt um SMART markmið, eða þá markmið sem að eru skýr, mælanleg, alvöru, raunhæf og tímanleg. En ég og margrir aðrir fáum smá svona ælu tilfinningu að ætla að taka hvert og eitt markmið fyrir sig og athuga hvort að þær passi inn í einhverja FIMM ramma … MÉR LANGAR BARA AÐ VERÐA JACKED!!!
En við getum samt notað eitthvað af þessari SMART pælingu á þokkalega einfaldan hátt.
Fyrsta sem að ég ráðlegg þér að gera, er að skrifa öll markmiðin þín á blað eða í litla bók (ég keypti mér litla bók sem að er núna litla markmiðarbókin mín).
Ok, núna er þetta komið á blað, geðveikt. Nú ættiru að geta horft á markmiðin og ímyndað þér hvernig þér mun líða þegar að þú nærð þeim.
Næsta sem að þú ætlar að gera er að bæta við markmiðum sem að eru svona “minni markmið” sem að bein tengjast þessum markmiðum hjá þér.
Þér langa að léttast um 10kg – Minna markmið: Léttast um 2kg
Þér langar að þyngjast um 10kg – Minna markmið: Þyngjast um 2kg
Þér langar að keppa í CrossFit á þessu ári – Minna markmið: Mæta 3x í viku á æfingu í 3 vikur
Þér langar að taka 100kg í bekk – Minna markmið: Taka bekkpressu 2x í viku í 3 vikur
Þú tókst kannski eftir því að 2 af þessum markmeðum tengdust hegðun frekar en getu, og ég hef ótrúlega mikla trú á því að þessi markmið munu koma þér langt og jafnvel breyta lífinu þínu að eilífu!
Ef að þú skrifar niður að markmiðið þitt sé að léttast um 10kg að þá geturu skrifað nokkur minni markmið upp sem að munu bæði koma þér nær þessu mælanlega marmiði OG breyta þér sem manneskju!
Eins og til dæmis:
Fara í ræktina 2x í viku í 4 vikur
Fara í ræktina 2x í viku í 8 vikur
Fara í ræktina 2x í viku í 16 vikur
Svo merkiru við þegar að þú nærð markmiðinu, skrifar niður hvernig þér líður með að hafa náð markmiðinu og hvernig hegðunin þín hefur breyst.
Þetta gerir alltaf ferlið að þessari 10kg markmiðið miklu skemmtilegra því þú ert alltaf að taka litla lokaspretti og nærð markmiðum mjög reglulega og ert lang líklegast kominn nær stóra markmiðinu.
Svo er það besta við þetta að mínu mati að núna er kannski orðið bara sjúklega basic að mæta 2x í viku, það er bara orðið hluti af lífinu þínu eftir 16 vikur!
Þetta er ekki bullet proof og þetta er ekki endilega að fara að virka fyrir þig en þetta hefur virkað vel fyrir mig.
Þú ert mjög líkleg/ur til þess að ná markmiðinu þínu ef að þér finnst gaman að komast nær þeim nefnilega og þá skiptir máli að gera smá happy dance á 3-12 vikna fresti og að reyna að nálgast markmiðið á sem skemmtilegastan hátt sem að er reyndar risa atriði líka!
Ég var í matarboði með fjölskyldunni um daginn og ég heyrði að amma mín ætlaði í átak eftir gamlárs, sem er bara flott!
Hún ætlaði að skera út fituríkan mat, sykraðan mat, áfengi og passa að labba mikið og reglulega! Sem eru neglu markmið, bara flott ef að þetta er viðhaldanlegt! En svo kom upp umræðan, hvað væri best að gera svona vínglas lega séð, 1 á dag? 2 á dag? 3 á viku? og þau spurðu mig svona eins og að ég væri einhver sérfræðingur, sem ég er auðvitað ekki en ég svaraði einhvern veginn svona:
“Ég myndi drekka það mörg vínglös, að ég nenni að lifa þessum lífsstíl sem að þú talar um í mjög langan tíma.”
Ya feel me?
Þetta var 100% ekki svarið sem að var verið að leitast eftir, en þetta er svona legit það sem að mér finnst.
Kannski nenniru að skera út allan sykraðan mat og labba 8.000 skref á dag ef að þú getur fengið þér 1 vínglas öll kvöld yfir simpsons the movie. Kannski þarfu bara 3.5 á viku, kannski þarftu að fá þér smá nammi á miðvikudögum og laugardögum svo að þú hafir gaman af þessu. Þetta mun eflaust hægja eitthvað á árangrinum en ef að þú pælir aðeins í þessu:
Ég mæti 3x í viku í gullnámuna og sæki 3 gull bita í hvert skipti, passa að mæta með tónlist í eyrunum og er bara eins lengi og ég nenni.
Amma mætir 5x í viku í gullnámuna og sækir 4 gull bita í hvert skipti, LES GO – THE GRINDE DONT STOP.
Mér finnst EASY að sækja 3 bita 3x í viku.
Amma ER AÐ DREPAST eftir 4 mánuði af þessu álagi.
Ég held áfram að gera þetta í 7 ár.
Amma gerir þetta í 7 mánuði.
Yfir 7 árin sótti ég: 2 (bitar) x 2 (2x í viku) x 52 (52 vikur á ári) x 7 (7 ár) = 1.456 gullbita
Yfir 7 árin sótti amma: 4 (bita) x 5 (5x í viku) x 28 (28 vikur í 4 mánuðum) = 500 gullbita
Þetta er auðvitað bara eitthvað bull dæmi en fattaru hvað ég á við? Það er svo sárt að vita þetta, af því að manni langar bara í þessu 10kg af sér á morgun, helst í gær. En fólk verður ekki alveg jafn spennt ef að ég sting upp á því að ná af sér 7kg, gera það yfir lengri tíma og halda þeim af sér að eilífu!
Ég skil það ótrúlega vel! Ég er alveg eins!!!!!
Ég er alls ekki með þetta á lási.
Bara svona að taka saman hvað mér finnst hafa hjálpað í gegnum tíðina því ég fór eitthvað svo mikið all over the place:
- Skrifa markmiðin á blað
- Skrifa minni markmið sem að beintengjast þessum markmiðum, passa að sum marmiðin séu mælanleg og tengd hegðun.
- Setja upp rútínu sem að þér finnst skemmtilg ÞÓ SVO að hún sé EKKI besta leiðin til þess að ná markmiðinu
All right, vonandi verður þú betri manneskja af sjálfum þér við það að nota þetta.
Takk fyrir að lesa þetta!

Böðvar Tandri Reynisson, íþrótta- og gæðastjóri Mjölnir MMA
Með BS gráðu í rekstrarverkfræði úr Háskólanum í Reykjavík
European Register of Exercise Professionals (EREPS) LEVEL 4 personal trainer
CrossFit level 1 trainer
CrossFit level 2 trainer
Strength system level 1 trainer eftir Sebastian Oreb
Strength system level 2 trainer eftir Sebastian Oreb
Steve Maxwell level 1 kettlebell instructor
Steve Maxwell level 2 kettlebell instructor
StrongFirst level 1 kettlebell instructor
Recent Comments